
Jólaliturinn í ár
Forsíða » Jólaliturinn í ár

- Fréttir
Jólaliturinn í ár
- Höfundur: Kristín
Jólalitur! Hann heitir Jólahjól eftir uppáhalds jólalaginu mínu (og svo kann að vera að ég hafi verið og jafnvel sé enn, svolítið skotin í Stebba Hilmars.. ekki segja samt). Reyndar eru líka í uppáhaldi hjá mér öll Baggalúts jólalögin. Jólaliturinn í ár er nammilitur, minnir helst á svona röndóttan jólasveinastaf eða glitrandi jólaskraut.
Ég er byrjuð að prjóna jólasokkana úr honum, valdi að hafa rautt stroff, hæl og tá, svona í fyrsta kasti, það getur verið að ég hafi kannski grænan hæl. Kannski voga ég mér að setja mér markmið um að vera í þeim á aðfangadag 🙂
Jólaliturinn í ár er á BFL Nylon Sock sem er að koma fantavel út í sokkaprjóni.
Fleiri færslur


Opið laugardaginn 15. mars 2025 frá 11 til 13
Vatnsnes Yarn bloggið
Þetta blogg er um handlitað garn, handlitun, liti, prjón, hekl og allt sem viðkemur þeirri iðju að prjóna og hekla.
Ritari er Kristín, listrænn stjórnandi og sjálfskipaður einráður hjá Vatnsnes Yarn.
Flokkar
Færslur eftir mánuði
Nýlegar færslur
Nýlega skoðaðar vörur
-
Bubbles 3.690 kr.