Litli trefillinn hennar Soffíu
Litli trefillinn hennar Soffíu
- Höfundur: Kristín
- Blogg
Litla trefillinn hennar Soffíu (Sophie Scarf) hafa allir og amma þeirra prjónað! Ég hélt reyndar að ég væri síðasti móhíkaninn en svo var aldeilis ekki!
Þennan sæta mini-trefil prjónaði ég úr Brushed Singles DK og þræði af fingering garni á 4mm prjóna.
Létt, fljótlegt, einfalt og bara nokkuð skemmtilegt prjón sem hægt er að leika sér með á alla kanta.
Sem dæmi er gefið upp mun fínna garn en ég prjónaði úr en það kemur að engri sök þar sem það er hægt að stilla trefilinn af eftir þörfum!
Hér eru nokkrir pakkar með uppskrift að Sophie Scarf og garni í trefilinn.
Fleiri færslur

Litli trefillinn hennar Soffíu

Innblástur fyrir garnklúbba – VOR 2026
Vatnsnes Yarn bloggið
Þetta blogg er um handlitað garn, handlitun, liti, prjón, hekl og allt sem viðkemur þeirri iðju að prjóna og hekla.
Ritari er Kristín, listrænn stjórnandi og sjálfskipaður einráður hjá Vatnsnes Yarn.