Það er bara stundum að kona dettur niður á meirihátta prjónauppskriftir sem varla er hægt að láta frá sér, sé kona á annaðborð byrjuð! Það gildir um Lady Fingers peysuna eftir Morgan Wotersdorf. Peysan er prjónuð úr DK grófleika og ég er að nota Merino Silk DK, garn sem ég hef verið að reyna að finna verkefni fyrir (ætlaði fyrst að gera aðra Soldotna peysu úr því) svo ég gæti prufað að prjóna úr því og það er hreinasti draumur.

Það er alveg 50% silki, sem skín gullfallega og svo er bara eitthvað annað hvernig garn sem inniheldur silki, eða flíkur prjónaðar úr því, hanga dásamlega. Næstum því hægt að segja að garnið sé þungt, en er það samt ekki. Þú bara hreinlega verður að prufa þetta, annaðhvort Merino DK Silk eða Merino Silk (fingering grófleiki, það er 80% merino ull 20% silki).

Litirnir sem ég er að nota eru Skuggi (þessi grái sem ég held á), ljósasti liturinn heitir Now I get it, gulbrúni heitir Að vera eða ekki, bleiki heitir Allt um kring og græni heitir Mosi.

Ég litaði þá og nokkra aðra ef ske kynni að þig langaði til að vinda þér í að prjóna Lady Fingers peysuna með mér eða eitthvað annað.. já, held að Soldotna peysan verði líka alveg klikk í þessu garni.

Þú getur skoðað það sem ég litaði hér.

Það er Kristín sem ritar - lýsandi stikkorð:

handlitari + vefhönnuður + útgefandi // listrænn stjórnandi + fjölástríðufullur prjónari // þverflautuleikari + tilfallandi klúðrari // fylgjumst að á Insta @vatnsnesyarn.kristin

Leave A Comment

Fleiri bloggpóstar