Jólóber ?
Afbökun á orðinu október … jólóber ? Núna er amk besti tíminn til þess að byrja á jólasokkunum, þannig jólóber er málið, amk hjá mér þar sem ég er búin að hanna og lita jólalit ársins 2024 frá Vatnsnes Yarn!
Ég var með í huga græn, kósý, jarðtengd, hlý og róleg jól. Pælingin er kertaljós, greni, könglar, jólaskraut frá náttúrunni, góðar smákökur, konfekt og hjartsláttur sem er jafn og róandi.
Liturinn heitir Kósíheit par exelans sem mér finnst vera bæði lýsandi nafn á þessum lit og líka rosa gott lag með Baggalút 🙂 Ég litaði hann bæði á Merino Nylon Sock, ein 100g hespa og tvær 20g hespur og líka á Merino Nylon DK með gullþræði. Í því setti eru ein 100g hespa og ein jólarauð 50g hespa.
Jólagarnið er semsagt mætt og pælingin á bakvið pælinguna um litinn er að ég vona að jólin hjá mér verði róleg og að hægt verði að njóta.