… og algjört brotthvarf tímans!

Hefði ég viljað prjóna með í Dísu Latte samprjóninu hjá Svölum Sjölum Facebook hópnum ? Já. Hefði ég viljað prjóna eitthvað yfirhöfuð síðan ég flutti til landsins í byrjun júlí? Já. Sat ég í vinnunni í dag og hugsaði nánast stanslaust um sjalið sem ég þó fitjaði uppá í gærkvöldi? JÁ! Tók ég sjalið með í vinnuna vitandi að ég gæti ekkert bara skellt fótunum uppá borð og byrjað að prjóna (jafnvel kveikt á þætti..) ?… já.

Tíminn hefur bara einhvernveginn flogið frá mér. Eða ekki bara einhvernveginn, hann hefur að mestu farið í að koma okkur fyrir eftir flutningana, opna vef Vatnsnes Yarn, koma öllu heim og saman í vinnunni (sem ég var líka að flytja milli landa) og svo erum við nýlega búin að fá okkur hund og að passa hund mágs míns. Ekkert að kvarta samt :) Bara sakna prjónanna.

Ég semsagt fitjaði uppá sjali sem ég var að hugsa um að nota sjálf. Það er farið að kólna hér í norðurlandinu og eftir 10 ára búsetu erlendis er alveg farið að vanta pínu í íslenska staðalbúnaðinn í fataskápnum hjá mér. Valdi eitt auðvelt og fljótprjónað. Ég held að mér liggi einnig á að prjóna ullarsokka á börn og Eiginmann.

Sjalið verður prjónað úr garni sem varð til fyrir mistök í pottunum hjá mér um daginn. Ég sagði frá því á Instagram að ég væri eiginlega búin að vera að gjóa augunum á garnið þar sem það hékk á þurrklínunni, allt einhvernveginn flókið og úfið og að mig langaði eiginlega að bara grípa það. Eftir því sem dagarnir liðu varð ég alltaf meira og meira hugfangin af því.

Myndin sem ég birti á Instagram. Við hliðina á er að þorna garn sem var sérlitað fyrir mjög spennandi verkefni. Meira um það síðar.

Hvað með það þó það hafi orðið til fyrir mistök. Það er fallegt á litinn og garnið sjálft er OSOM, er af gerðinni Merino Silk Sport. (Sem er á tilboði til 8.október ’17)

Það sem er líka svona aðlaðandi er að liturinn er einstakur. Ekki hægt að búa til annan nákvæmlega eins. Sjalið verður alveg „júník“. Hugsa samt að ég þurfi að bæta við garni.. sjáum til hvernig fer. Er aðeins að íhuga að byrja uppá nýtt, mér finnst fallegra þegar kanturinn á sjali, sem hefur ekki sérstaklega prjónaðan eða heklaðan kant, er gerður þannig að fyrsta lykkjan er tekin óprjónuð (eins og maður ætli að prjóna brugðið). Uppskriftin kallar á að það sé í nokkrum umferðum prjónað tvisvar í fyrstu lykkjuna, kannski get ég bætt einni lykkju við bara. Sjáum til.

Það er Kristín sem ritar - lýsandi stikkorð:

handlitari + vefhönnuður + útgefandi // listrænn stjórnandi + fjölástríðufullur prjónari // þverflautuleikari + tilfallandi klúðrari // fylgjumst að á Insta @vatnsnesyarn.kristin

Skrifa mér skilaboð

Aðrir bloggpóstar

Gefins

Vatnsnes Yarn bloggið

Þetta blogg er um handlitað garn, handlitun, liti, prjón, hekl og allt sem viðkemur þeirri iðju að prjóna og hekla.

Ritari er Kristín, listrænn stjórnandi og sjálfskipaður einráður hjá Vatnsnes Yarn.

Færslu flokkar

Færslusafn

Nýlegar færslur

Gefins

Vörur