Peruvian Highland DK
- Garntegundir
Peruvian Highland DK
- Höfundur: Kristín
Þetta garn inniheldur hreina, ómeðhöndlaða (non-superwash) hálanda ull. Hálanda ullin kemur af sauðfé sem þrífst í hálöndum Perú. Það sauðfé er blanda af merínó og corriedale sauðfé. Garnið er því bæði mjúkt (eins og merínó) en heldur formi vel. Smá “rustic” fílingur í því.
Fullkomið í munsturprjón og hentar einnig vel í þæfð verkefni.
Upplýsingar
Garn: 100% hálanda ull – ekki superwash
Þyngd: 100g
Lengd: 225m
Uppbygging: 4ply
Grófleiki: DK
Tillaga að prjóna/nála stærð: 3.5mm – 4.5mm
Þvottaleiðbeiningar: Mjög mildur handþvottur í köldu/volgu vatni. Leggið flatt til þerris.
Vottun: Þessi garngrunnur ber OekoTex Standard 100 vottun.
Prjónfesta (m.v 10x10cm)
Á prjóna númer 3.75mm: 22L og 33 umf á 10cm.
WPI: 15.
Deila þessari færslu