
Þvottaleiðbeiningar
Forsíða » Þvottaleiðbeiningar

- Gott að vita
Þvottaleiðbeiningar
- Höfundur: Kristín
Eins og með annan efnivið úr náttúrunni, þarf að meðhöndla ull og silki á réttan hátt. Hér koma nokkrar almennar þvotta-þumalputtareglur og yfirlit yfir garn frá Vatnsnes Yarn og hvernig ber að meðhöndla það.
Almenn ráð varðandi þvott, þurrkun og aðra meðferð
- Oft er nóg að viðra flíkina vel.
- Þvoðu flík úr ull helst sér og úr nóg af vatni. Það minnkar líkur á núningi sem veldur þæfingu.
- Almennt á ekki að þvo ull eða silki á heitara en 30˚c. Gildir um handþvott og vélþvott.
- Til viðmiðunar varðandi hitastig vatns sem ullargarn er þvegið úr (ekki heitara en 30°c) má hafa í huga að 30° er lægra hitastig en líkamshiti.
- Þvoðu dökka liti sér og ljósa sér. Dökkt garn inniheldur meiri lit en ljóst. Það eru því líkur á að lit sem blæðir frá dökku garni, liti ljósa garnið. Til eru litagildrur sem hjálplegt er að nota þegar flíkur eru bleyttar í gegn.
- Það er fínt að sleppa mýkingarefni, nema það sé gert sérstaklega til þess að þvo ull eða mýkingarefnið er litlaust og með hlutlaust PH gildi.
- Leggðu flík úr ull flata meðan hún þornar og formaðu hana í rétt útlit. Blaut ull er þung og ekki til þess fallin að hanga á snúru.
- Ef þú velur að setja ullarflík í vinduna á þvottavélinni eftir handþvott, vertu þá viss um að velja prógramm sem ekki tekur inn vatn áður en það vindur.
- Hafa skal í huga að flíkur prjónaðar úr ull geta stækkað í þvotti.
- Ef það stendur til að strauja flíkina þarf að hafa rakt stykki á milli straujárns og flíkur.
- Þegar garn inniheldur fleiri en eina tegund af spunatrefjum má gera ráð fyrir að meðhöndla það eftir viðkvæmustu tegundinni. Dæmi: Merino Silk frá Vatnsnes Yarn inniheldur 80% superwash meðhöndlaða merínó ull og 20% silki. Það ætti því að þvo flíkur úr þessu garni eftir leiðbeiningum með silki = handþvo það.
Ómeðhöndluð ull, mohair, alpaca og silki
- Handþvo skal þessar tegundir af ull og silki.
- Notaðu mest 30°C heitt vatn. Sumt garn þarf að þvo í köldu vatni.
- Notaðu þvottaefni sem er fyrir ull (það ætti að vera án ensíma).
- Leggðu flíkina í vatnið, ýttu henni í kaf og hreyfðu rólega fram og til baka. Lykillinn hér er "rólega" - svo hún þæfist ekki. Ekki nudda eða vinda.
- Kreistu vatnið mjúklega úr flíkinni, leggðu hana á handklæði, leggðu annað handklæði ofaná og pressaðu meiri bleytu úr. Leggðu flíkina til þerris á yfirborð sem ekki dregur í sig vatn.
- Það er algjört nó, nó að setja ullar/silki flík í þurrkarann.
- Ómeðhöndlað (ss ekki superwash) ullargarn má almennt ekki þvo í þvottavél. Þvottavélar eru misjafnar, jafnvel ullarprógrammið í þeim. Að því sögðu má gera prufu og þvo hana á ullar stillingunni í vélinni. Hafa hita stig vatns 20 eða 30 gráður, alls ekki heitara en 30. Ef prufan kemur vel út þá ætti að vera hægt að setja flík á ullarprógramm í þvottavél, með hægri vindingu (800 snúninga eða minna). Engin ábyrgð tekin.
Superwash meðhöndluð ull - þvottekta ull
- Sé garn superwash meðhöndlað má setja það í þvottavél. Á ullarprógrammið.
- Notaðu mest 30°C heitt vatn. Sumt garn þarf að þvo í köldu vatni.
- Notaðu þvottaefni sem er fyrir ull (það ætti að vera án ensíma).
- Ekki nota mýkingarefni, sérlega ekki á superwash meðhöndlaða ull.
- Leggðu flatt til þerris á yfirborð sem ekki dregur í sig vatn.
Garn frá Vatnsnes Yarn
Má fara í vél á ullarprógramm. Mælt með handþvotti. Leggja flatt til þerris.
Handþvottur á mest 30˚c hita. Leggja flatt til þerris.
Merino Nylon
Merino Nylon Sock, Merino Nylon DK, Sjálfmynstrandi
75% merino ull (sw) + 25% nylon
Superwash
Má fara í vél á ullarprógramm. Mælt með handþvotti. Leggja flatt til þerris.
Handþvottur á mest 30˚c hita. Leggja flatt til þerris.
Handþvottur á mest 30˚c hita. Leggja flatt til þerris.
Handþvottur á mest 30˚c hita. Leggja flatt til þerris.
Má fara í vél á ullarprógramm. Mælt með handþvotti. Leggja flatt til þerris.
Má fara í vél á ullarprógramm. Mælt með handþvotti. Leggja flatt til þerris.
BFL Nylon Sock
BFL Nylon Sock
75% BFL ull (sw) + 25% nylon
Superwash
Má fara í vél á ullarprógramm. Mælt með handþvotti. Leggja flatt til þerris.
Handþvottur á mest 30˚c hita. Leggja flatt til þerris.
Má fara í vél á ullarprógramm. Mælt með handþvotti. Leggja flatt til þerris.
Handþvottur á mest 30˚c hita. Leggja flatt til þerris.
Alpaca Chunky
Alpaca Chunky
Non-Superwash
Handþvottur á mest 30˚c hita. Leggja flatt til þerris.
Fleiri færslur


Opið laugardaginn 15. mars 2025 frá 11 til 13
Vatnsnes Yarn bloggið
Þetta blogg er um handlitað garn, handlitun, liti, prjón, hekl og allt sem viðkemur þeirri iðju að prjóna og hekla.
Ritari er Kristín, listrænn stjórnandi og sjálfskipaður einráður hjá Vatnsnes Yarn.