Fréttir, Garnkast

Tilraunaeldhúsið Extra – Garngöngulitur 2020

Tilraunaeldhúsið Extra, Garnganga, Garnbúð Eddu

Það var engin garnganga en það þýðir ekki að ekki hafi verið gerður garngöngulitur. Meira að segja gerðum við þátt um Garnbúð Eddu og fleira í tilefni að garngöngunni sem ekki varð, getur litið á það yfir á YouTube rásinni minni.

Við fjórar sem seljum handlitað garn í búðinni hjá Eddu fengum senda mynd frá henni og túlkuðum svo myndina í garn. Að mínu mati með eindæmum skemmtilegt verkefni og ótrúúúúúúlega, ótrúlega! hvað allir litirnir voru ólíkir þrátt fyrir að við vorum með sömu myndina.

Þetta er myndin:

Eins og sjá má þá eru margir litir í myndinni sem mætti telja ríkjandi. Ég ákvað að hlaupa með þennan appelsínugula og taka svo hina litina í myndinni með. Útkoman er þessi:

Ríkjandi appelsínugulur með ívafi af bleikum, svörtum, grænum og smá bláum. Yndislega gaman. Og svona prjónast það upp:

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *