Ægir – Merino Silk
3.990 kr.
Merino Silk er handlitað garn frá Vatnsnes Yarn. Merino Silk er lúxusgarn. Það er spunnið úr fínni merínó ull og silki í þéttan snúð, perlugarn. Áferðin er skínandi og viðkoman undurmjúk. Hentar einstaklega vel í flíkur sem liggja eiga næst húðinni ásamt því að vera hið fullkomna lúxus sjalagarn. Garnið hefur mjög fallegan hrynjanda og liggur afar vel.
Í vel þéttri prjónfestu hentar Merino Silk vel í sokka (prj. 2.25mm eða minni).
Upplýsingar
Garn: 80% fín merínó ull (sw) + 20% silki
Þyngd: 100g
Lengd: 365m
Uppbygging: 2ply / fingering
Tillaga að prjóna/nála stærð: 2.5mm – 3.5mm
Tillaga að prjóna stærð fyrir sokka: 2.25mm eða minni
Þvottaleiðbeiningar: Handþvottur uppúr volgu/köldu vatni. Leggið flatt til þerris.
Vottun: Þessi garngrunnur ber OekoTex Standard 100 vottun.
Prjónfesta
Á prjóna númer 2.75mm: 28L og 52 umf
WPI: 22.
Umhirða
Þetta garn hreinsar sig svolítið til þess að byrja með. Það liggur í uppbyggingu þess (merino ull og silki) og hvernig það er spunnið. Spunatrefjarnar eru stuttar og tekur lengri tíma en lengri spunatrefjar að bindast. Þessvegna er þetta garn viðkvæmt í fyrstu fyrir hverskonar núningi. Ráðið við þessu er að nota sem dæmi hnökravél til þess að fjarlægja hnökra.
3 stk til - þú getur pantað í því magni sem þú þarft, vinnslutíminn er 10-14 virkir dagar.
Merino Silk er handlitað garn frá Vatnsnes Yarn. Garnið er í fingering grófleika, tveggjaþráða (2ply).
Pantanir
Þú getur pantað þetta garn í því magni sem þú þarft en það kemur fram hve margar hespur eru til litaðar á lager. Þú færð alltaf garn úr sömu litun ætlir þú að panta fleiri en til eru litaðar á lager, þ.e allar hespurnar verða í sama lotunúmeri.
Vinnslutími fyrir pantanir umfram það sem til er litað, er 10 – 14 virkir dagar. Þú færð tilkynningu með tölvupósti þegar ég hef hafist handa við að lita fyrir þig :)
Garn | |
---|---|
Spunatrefjar | , |
Litun | |
Grófleiki |
Fingering |
Litasvið | , |
Meðhöndlun | |
Litur | |
Metrafjöldi í hespu | |
Þyngd | |
Vottun |