ChiaoGoo Twist snúra – Mini – 35cm

1.390 kr.

Alveg 110% hlutlægt mat mitt er að þessar rauðu snúrur frá ChiaoGoo séu bestu prjónasnúrur á jörðinni. Altsvo… þær eru mjúkar, það þarf ekki að berjast neitt við þær, beyglast ekki, þær muna ekkert og laga sig þessvegna alls ekki að neinu nema því sem þú ert að prjóna akkúrat núna.

Þú getur notað alla prjóna odda frá ChiaoGoo á þessar snúrur. Samskeytin ganga alveg hnökralaust saman (það kemur með tittur sem hjálpar til við að festa og losa oddinn).

Athugaðu að velja rétta snúrustærð fyrir rétta prjónastærð.

Þessi snúra í stærðinni Mini [M] gengur fyrir alla odda frá ChiaoGoo í stærðum frá 1.5mm til 2.5mm.

3 stk til

Vörunúmer: CGTW-M-35 Flokkar: , , ,
Upplýsingar

Allar vörur frá ChiaoGoo sem til sölu eru hjá Vatnsnes Yarn falla, skv. heildsala, undir GPSR (General Product Safety Regulation. Á vef heildsala kemur einnig fram:

Hönnun og efni vörunnar: Allir prjónar, snúrur, fylgihlutir og skyldar vörur eru framleiddar úr hágæða efnum sem eru endingargóð, eiturefnalaus og örugg til reglulegrar notkunar.

Öryggisprófanir og mat: Vörur okkar eru vandlega skoðaðar og prófaðar til að tryggja að þær uppfylli öryggisstaðla og virki áreiðanlega við eðlilegar og fyrirsjáanlegar aðstæður.

Rekjanleiki: Við viðhöldum nákvæmar skrár yfir allar vörur okkar, birgja og dreifingaraðila til að tryggja skjót og skilvirk viðbrögð við öllum öryggistengdum málum.

Heildsali: Purlnova.

Nánar
Hjálpartæki

Þyngd

Lengd snúru