Halloween 2025 – Merino Nylon Sock

Halloween 2025 – Merino Nylon Sock

Hér er komið Halloween eða hrekkjavökusokkasett. Það samanstendur af 1x 100g hespu af Merino Nylon Sock í appelsínugulum lit, einni 20g hespu í svörtum og annarri í fjólubláu. Hespurnar passar lítill draugur sem glóir í myrkri! Draugurinn litli er prjónamerki sem er búið til hér hjá Vatnsnes Yarn frá grunni, í höndunum, þannig enginn draugur er eins.

Merino Nylon Sock er með þeim betri er litið er til alhliða garns sem hægt er að nota jafnt í sokka sem peysur og allt þar á milli. Mjúkt, samt sterkt og endingargott garn.

Garn: 75% merino ull (sw) + 25% nylon
Þyngd: 100 + 20 + 20g
Lengd: 425 +85 +85m
Uppbygging: 4ply / fingering/sock
Tillaga að prjóna/nála stærð:  2.25mm – 3.5mm
Þvottaleiðbeiningar: Handþvottur uppúr volgu/köldu vatni eða léttur hringur í vél. Leggið flatt til þerris.

5.490 kr.

Uppselt

SKU: HALLOWEEN-2025-MNS