Upplýsingar
Prjóna bókin Heiðarprjón eftir Lene Holme Samsøe er gefin út árið 2022 á frummálinu (Heatherhill – en strikkekollektion) og í íslenskri þýðingu Ásdísar Sigurgestsdóttur og Guðrúnar B. Þórsdóttur af Vöku-Helgafelli árið 2023. Vegleg bókin er 205 síður, harðspjalda. Heiðarprjón er fimmta bókin eftir Samsøe sem kemur út á íslensku.