Óvæntur glaðningur – særstur
21.990 kr.
Í tilefni af Gulum september, sem er átak sem snýst um að auka meðvitund okkar allra á geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum, ákvað ég að setja saman óvænta glaðninga!
Glaðningana má kaupa til eigin afnota eða kaupa þá handa einhverjum sem þarf eða á hreinlega skilið óvæntan glaðning. Ef þú spyrð mig, þá eiga allar konur skilinn óvæntan glaðning, bara fyrir það eitt að vera kona. Ég ætla svo að gefa 20% af andvirði sölunnar til Píeta samtakanna.
Hver glaðningur inniheldur garn og glingur. OG! Uppskrift! – sem garnið sem er í pakkanum passar fyrir (ef vill).
Það er ekki það sama í hverjum glaðning, þú mátt alveg nefna hvaða liti þér líkar vel við, gerir það í greiðsluferlinu en hvern pakka tek ég saman sérstaklega og af alúð fyrir hvern og einn.
20% af ágóðanum af sölu glaðninganna renna til Píeta samtakanna. Píeta veitir fyrstu hjálp, aðgengilega þjónustu, stuðning og meðferð fyrir þá sem eru í sjálfsvígshættu og brú í úrræði fyrir aðra, gjaldfrjálst.
Glaðningar fara af stað frá mér þann 10. september 2024, á alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum.
Uppselt
Um Píeta samtökin
Á vefsíðu samtakanna segir: „Píeta veitir fyrstu hjálp, aðgengilega þjónustu, stuðning og meðferð fyrir þá sem eru í sjálfsvígshættu og brú í úrræði fyrir aðra. Þjónustan er með öllu gjaldfrjáls og stendur til boða öllum þeim sem hafa náð átján ára aldri. Píeta samtökin vinna einnig að því að efla þekkingu og skilning á sálrænum sársauka og sjálfsvígum. Samtökin vilja vera leiðandi í forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum á Íslandi.“
20% af ágóða sölu óvæntu glaðninganna renna til Píeta Samtakanna.