Aðventudagatalið frá Vatnsnes Yarn fyrir jólin 2025 er komið í forsölu! Það er á 15% afslætti til 15. september 2025.
Garn aðventudagatal yljar þeim sem á annað borð kunna að meta garn, alveg inn að hjartarótum. Barnsleg og þar með ósvikin gleðin við að opna dagatalspakka á hverjum morgni á aðventunni er allsráðandi og innihaldið ætti að fara langt með að veita sköpunarþörfinni veglegan innblástur.
Það er ss garn í aðventudagatalinu en einnig hitt og þetta annað, en alltaf eitthvað sem tengist vinnu með garn. Það er auðvitað leyndarmál hvað það er og að engu leiti er hægt að fá uppgefið í hvaða litum garnið í dagatalinu verður – því þetta er dagatal! Það má ekki kíkja í hvern pakka fyrr en að deginum kemur.
Þó get ég gefið upp að garnmagnið er í kringum 640g og að garnið er fyrir prjóna 2.5 til 3.5mm. Það eru tvær uppskriftir með í ár, önnur er uppskrift að vettlingum og hin að sokkum.
Sjöunda dagatalið frá Vatnsnes Yarn
Þetta er ss í sjöunda skipti sem ég framleiði svona garn aðventudagatal en í hvert skipti hefur það verið svo ótrúlega skemmtilegt ferli. Að ákveða í hvaða litum garnið á að vera, samstarf við uppskriftahönnuð, finna uppá verkfærunum sem eiga að vera með, hanna þau og framleiða.
Það eru þegar þónokkur dagatöl seld svo það er um að gera að tryggja sér eintak sem allra fyrst!