
Afmælissamprjón Svalra sjala
Forsíða » Afmælissamprjón Svalra sjala

- Fréttir
Afmælissamprjón Svalra sjala
- Höfundur: Kristín
Hópurinn Svöl sjöl á Facebook er eins árs og hefur efnt til afmælissamprjóns. Eins og nafn hópsins gefur til kynna verður prjónað sjal í samprjóninu og uppskriftin sem varð fyrir valinu heitir Dísu Latté. Hönnuður uppskriftarinnar er Arndís Ósk Arndal og í tilefni af samprjóninu, sem byrjar sunnudaginn 3. september 2017, er 40% afsláttur af uppskriftinni á Ravelry. Nánari upplýsinar um þetta er að finna í hópnum.
Afslátturinn gildir frá og með í dag og þar til samprjóninu líkur þann 8.10.2017.
Bæði Superwash DK og Merino Silk Sport eru lungamjúk, Merino Silk Sport örlítið mýkra þar sem það er blanda af merínó ull, silki og svo nælon uppá endingu meðan Superwash DK er 100% superwash merínó ull, hvorttveggja prjónast mjög vel.
Mælt er með að nota prjóna 4.0mm til 6.0mm, allt eftir þeim grófleika sem óskað er eftir og hentar þessvegna mjög vel í Dísu Latté, þar er mælt með prjónastærð 4.0mm til 4.5mm.
Fleiri færslur


Opið laugardaginn 15. mars 2025 frá 11 til 13
Vatnsnes Yarn bloggið
Þetta blogg er um handlitað garn, handlitun, liti, prjón, hekl og allt sem viðkemur þeirri iðju að prjóna og hekla.
Ritari er Kristín, listrænn stjórnandi og sjálfskipaður einráður hjá Vatnsnes Yarn.
Flokkar
Færslur eftir mánuði
Nýlegar færslur
Nýlega skoðaðar vörur
-
Pop - True Merino Fingering 3.890 kr.
-
Sable - True Merino Fingering 3.890 kr.
-
ChiaoGoo hringprjónn - 80cm 3.75mm 1.780 kr.
-
At the beach - True Merino Aran 3.890 kr.
-
ChiaoGoo hringprjónn - 60cm 1.5mm 1.780 kr.
-
Aftermath - MCN Aran 4.590 kr.
-
Double Trouble Pink -True Merino Aran 3.890 kr.
-
Felur - Perfect Sock 3.890 kr.