Fréttir

Jólalitir og Tweed DK

Þessa dagana er ég að prjóna No Frills peysuna úr Tweed DK garninu frá Vatnsnes Yarn í litnum Að vera eða ekki. Langaði (aftur..) í peysu sem er svolítið í yfirstærð fyrir mig og grunar að þessi verði akkúrat þannig. Hlakka töluvert mikið til þegar hún er tilbúin, enda aðeins farið að ýja að því að bráðum muni kólna hér í norðurlandinu. Það er búið að vera alveg stjörnugott veður reyndar undanfarið en það eru árleg teikn á lofti um að nú sé þessu bráðum lokið, þá á ég við sumarið. Ég komin með lista yfir verkefni sem ég vil að séu búin í garðinum og svona, mála þakkassann (sem er reyndar búið, yay!) og gluggana, undirbúa matjurtabeð með mold og moltu fyrir næsta vor og gera allar tilfæringar á lóðinni sem síðan verður ekki hægt að gera meðan það er vetur.

Þetta er náttúrulega ákveðin haust-hreiðrun ef svo má að orði komast, klára stöff, uppskera og gera sér hlý föt fyrir veturinn.. og hugsa um jólagjafir.. og það er ennþá ágúst… WHAT!

Jól…

Talandi um jól.. (hehe) þá er aðventudagatalið mitt enn á tilboðsverði, verður á tilboðsverði til 15. september n.k Dagatölin eru tvö, þú getur valið um aðventudagatal og jóladagatal. Aðventudagatalið er hið hefðbunda frá mér, í 5 hlutum og í dagatalinu er uppskrift að sjali eftir Eddu Lilju, garn í sjalið, meira garn til og skemmtilegir aukahlutir. Jóladagatalið er með 24 mini-hespum og einni stórri hespu!

Og enn talandi um jól þá er eitthvað ótrúlega skemmtilegt jólapeysusamprjón í gangi á Fésinu.. þar eru nokkrar yndislegar dömur og nokkrar þeirra báðu mig að lita jólaliti fyrir sig. Sem ég auddað gerði. Of-peppaðist aðeins og gerði mikið fleiri jólaliti en ég var beðin um … og hér fyrir neðan eru þeir:

Þetta eru ss 6 nýjir litir sem eru hannaðir með jólapeysuprjón í huga. Auðvitað verður þú ekki að prjóna jólapeysu, jólahúfa, jólasokkar, vettlingar og ég veit ekki hvað og hvað, er líka hægt 😉 Litina geturðu pantað á öllu garni sem ég er með á lager reglulega, það eru þessi ..görn (hehe) : Merino Fingering, Merino DK, Merino Nylon Sock, BFL Fingering, BFL DK, BFL Nylon Sock, Perfect Sock og Cashmere Silk.

Tweed DK geturðu líka pantað á öllum þessum litum, en ég á ekki til mynd af tweed garninu lituðu í öllum litunum, svo þá er bara að senda mér tölvupóst á kristin@vatnsnesyarn.is eða hafa samband í gegnum Facebook eða Instagram og þá get ég sett upp pöntunina fyrir þig 🙂

Hér fyrir neðan er ég svo búin að bæta við fleiri litum sem til eru fyrir hjá mér, til að gefa þér hugmynd að litum sem hægt væri að nota.

HUGMYNDIR FYRIR JÓLAPRJÓNIÐ

Að vera eða ekki – Merino Nylon DK

3.490 kr.

Aftaná – fatamerki

900 kr.

Aftermath – Merino Nylon DK

3.490 kr.

Allt um kring – Merino Nylon DK

3.490 kr.

Ár og kýr – Merino Nylon DK

3.490 kr.

At the beach – Merino Nylon DK

3.490 kr.

Aurum – Merino Nylon DK

3.490 kr.

Ægir – Merino Nylon DK

3.490 kr.

Balance – Merino Nylon DK

3.490 kr.

BFL DK – 4 hespur

13.960 kr.

BFL DK – 4 hespur

13.960 kr.

BFL DK – 4 hespur

13.960 kr.

BFL Fingering – 4 hespur

13.960 kr.

BFL Fingering – 4 hespur

13.960 kr.

BFL Fingering – 4 hespur

13.960 kr.

BFL Fingering – 4 hespur

13.960 kr.

Bitter Shrew – Merino Nylon DK

3.490 kr.

Bragðarefur – Merino Nylon DK

3.490 kr.

Burdox – Merino Nylon DK

3.490 kr.

Butterfly – Merino Nylon DK

3.490 kr.

Dreymir – Merino Nylon DK

3.490 kr.

Eldlilja – Merino Nylon DK

3.490 kr.

Freisting – Merino Nylon DK

3.490 kr.

Furugerði – Merino Nylon DK

3.490 kr.
author-avatar

Um Kristínu

handlitari + jarðarberjabóndi + vefhönnuður // listrænn stjórnandi + fjölástríðufullur prjónari // móðir + kona + meyja // þverflautuleikari + tilfallandi klúðrari // fylgjumst að á Insta @vatnsnesyarn

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *