
Pride 2020
Forsíða » Pride 2020

- Fréttir
Pride 2020
- Höfundur: Kristín
Ég hef gefið út Pride lit á hverju ári síðan ég byrjaði að lita undir merkjum Vatnsnes Yarn. Í ár finnst mér réttindabarátta almennt séð vera sérlega áþreifanleg. Ég ákvað að taka inn ferlega skemmtilegt garn sem er svolítið hinsegin og öðruvísi, virkilega skemmtilegt áferðargarn sem ég litaði í litum regnbogans.
Þetta er merínó ull (og nylon) sem er áhugavert að nota í peysur, húfur og sjöl sem dæmi. Nota það eitt og sér eða á móti öðru garni til þess að skapa áferðar- “kontrast”.
Ég litaði semsagt Pride 2020 litinn á þetta garn, sem ég hef gefið nafni Bubbles og nokkra aðra liti sem einnig eru komnir í sölu.
Fleiri færslur


Opið laugardaginn 15. mars 2025 frá 11 til 13
Vatnsnes Yarn bloggið
Þetta blogg er um handlitað garn, handlitun, liti, prjón, hekl og allt sem viðkemur þeirri iðju að prjóna og hekla.
Ritari er Kristín, listrænn stjórnandi og sjálfskipaður einráður hjá Vatnsnes Yarn.