Pride 2020
Ég hef gefið út Pride lit á hverju ári síðan ég byrjaði að lita undir merkjum Vatnsnes Yarn. Í ár finnst mér réttindabarátta almennt séð vera sérlega áþreifanleg. Ég ákvað að taka inn ferlega skemmtilegt garn sem er svolítið hinsegin og öðruvísi, virkilega skemmtilegt áferðargarn sem ég litaði í litum regnbogans.
Þetta er merínó ull (og nylon) sem er áhugavert að nota í peysur, húfur og sjöl sem dæmi. Nota það eitt og sér eða á móti öðru garni til þess að skapa áferðar- “kontrast”.
Ég litaði semsagt Pride 2020 litinn á þetta garn, sem ég hef gefið nafni Bubbles og nokkra aðra liti sem einnig eru komnir í sölu.