FADE klúbbur – VOR 2026 – Merino Silk DK

Forsíða » Verslun » FADE klúbbur – VOR 2026 – Merino Silk DK

FADE klúbbur – VOR 2026 – Merino Silk DK

25.740 kr.

Skemmtilegir litir sem áreynslulaust blandast úr einum í annan og mynda fallega heild.

Verið velkomin í FADE-klúbb Vatnsnes Yarn VOR 2026! 

Í FADE-klúbb Vatnsnes Yarn fyrir komandi vor eru sex 100g hespur af Merino Silk DK í nýjum litum sem sérstaklega eru litaðir fyrir þennan klúbb. Hespurnar færð þú tvær í mánuði yfir gildistíma klúbbsins, sem eru 3 mánuðir.

Það eru 6 litaþemu að velja úr. Þú færð að sjá hvað veitti mér innblástur fyrir hvert þema en til þess að auka á eftirvæntingu í hversdeginum er hver litur leyndó, kemur skemmtilega á óvart og er eingöngu fáanlegur fyrir meðlimi klúbbsins. SPOILER: það verður ekki bara garn í pakkanum!
Þú getur valið hvaða litaþema hentar þér best og hvaða garngrunn þú vilt fá.

Þú greiðir bara einusinni fyrir sendingu. Ef þú velur fleiri en einn klúbb (gildir einu hvort um ræðir FADE-klúbbinn eða annan klúbb) hafðu þá samband og ég sameina í sendingu og endurgreiði mögulegan tvöfaldan sendingarkostnað.

Innblástur

Ég kem með tillögur að hvað hægt er að gera úr svona fade setti. Ég mun birta þær á blogginu og senda í fréttabréfi.

Sendingar

Klúbburinn opnar 12. janúar og eru sendingardagar sem hér segir: 2. febrúar, 2. mars, 1. apríl 2026

Merino Silk DK

Merino Silk DK er með öllu gordsjöss! Merino ull og silki til helminga gerir garnið að algjörum lúxus. Það hangir með eindæmum vel, er skínandi fagurt, mjúkt og yndislegt í peysur, húfur, vettlinga, djúsí sjöl og trefla.

Upplýsingar

Garn: 50% merino ull (sw) + 50% silki
Þyngd: 100g
Lengd: 212m
Uppbygging: 4ply
Grófleiki: DK
Tillaga að prjóna/nála stærð:  3.5mm - 4.5mm
Þvottaleiðbeiningar: Handþvottur uppúr volgu/köldu vatni. Leggið flatt til þerris.
Vottun: Þessi garngrunnur ber OekoTex Standard 100 vottun.

Prjónfesta (m.v 10x10cm)
Á prjóna númer 3.75mm: 22L og 34 umf

WPI: 22.

Umhirða
Þetta garn hreinsar sig svolítið til þess að byrja með. Það liggur í uppbyggingu þess (merino ull og silki) og hvernig það er spunnið. Spunatrefjarnar eru stuttar og tekur lengri tíma en lengri spunatrefjar að bindast. Þessvegna er þetta garn viðkvæmt í fyrstu fyrir hverskonar núningi. Ráðið við þessu er að nota sem dæmi hnökravél til þess að fjarlægja hnökra.

10 stk til

Vörunúmer: FADE-VOR26-6-MSDK Flokkar: ,

Ef klúbbur er ekki uppseldur verður í boði að kaupa hann í heild sinni þegar tímabilinu er lokið.

Hægt er að kaupa klúbbinn hvenær sem er innan tímabilsins á meðan birgðir endast.

Þú greiðir bara einusinni fyrir sendingu. Ef þú velur fleiri en einn klúbb (gildir einu hvort um ræðir FADE-klúbbinn eða annan klúbb) hafðu þá samband og ég sameina í sendingu og endurgreiði mögulegan tvöfaldan sendingarkostnað. Þetta er háð því að sending sé á sama nafni og sama heimilisfangi.

Klúbburinn opnar 12. janúar og eru sendingardagar sem hér segir: 2. febrúar, 2. mars, 1. apríl 2026

Litaþema

6