Fullkomið að nýta afganga í þessa sokka og nokkuð frjálslega hægt að fara með litaval. Ég get annars mælt með Merino Nylon Sock frá Vatnsnes Yarn.

Litur A: 50g garn í fingering grófleika
Litur B: ca 20g
Litur C: ca 20g
Litur D: ca 20g
Litur E: ca 20g
Litur F: ca 20g
Litur G: ca 20g

2.5 mm hringprjónn amk 60cm fyrir magic loop aðferðina (ef þú prjónar mjög laust geturðu notað prjón nr 2mm eða 2.25mm og ef þú prjónar fast gætirðu notað 2.75mm )
1 prjónamerki fyrir byrjun umf.
Aukagarn til þess að merkja fyrir hæl.

PRJÓNFESTA
13 L = 4cm í sléttu munsturprjóni í hring með magic loop aðferðinni

STÆRÐIR

Fullorðins: 1 (skóst. 36-38), 2 (skóst. 39-40), 3 ( skóst.41-43)