Áróra
1.000 kr.
Áróra er flott og skemmtilegt heklað sjal eftir Eddu Lilju. Í uppskriftinni er mælt með Perfect Sock garninu frá Vatnsnes Yarn. Heklfestan er höfð frekar laus svo að sjalið verði lipurt og klæðilegt.
Upplýsingar:
Garn: Perfect Sock frá Vatnsnes Yarn
Litir í uppskrift: Litur A = Walnut 100g, litur B = Var hann að vaga 100g, litur C = Suðvestur 100g. Litur D og E = afgangar í sama grófleika, 10 – 15g duga.
Grófleiki garns: Fingering grófleiki
Heklfesta: frekar laus
Heklunál: 4.5mm
Stærðir: Ein stærð. Um 237cm vænghaf, um 42cm niður miðju þar sem sjalið er lengst.
Þessa uppskrift færð þú á pdf skjali í tölvupóstfangið sem þú gefur upp við kaup. Þegar þú skráir þig sem notanda á www.vatnsnesyarn.is geturðu alltaf skráð þig þar inn aftur til þess að sækja uppskriftina og hefur yfirlit yfir kaup þín. Engar persónulegar upplýsingar sem gefnar eru upp við kaup eru notaðar í neinum tilgangi nema til þess að senda uppskriftina. Netfang er ekki sjálfkrafa sett á fréttabréfslista Vatnsnes yarn, en þú getur skráð þig á listann hér ;)
Uppskriftin er til einkanota, þ.e henni má ekki deila undir neinum kringumstæðum.
Aðferð | |
---|---|
Gerð |
Stök uppskrift |
Hönnuður | |
Tegund |