Blogg

1950s litapalletta

Ég geri ráð fyrir að það eigi við fleiri listgreinar, sérlega þar sem framleiðsla í töluverðu magni er í gangi, en handlitun á garni að framleiðandinn geti týnst svolítið í því að framleiða. Ég á við að þegar ég er að lita hundruðir hespa í fyrirfram pöntuðum litum og magni þá verður oft minna um tíma til þess að finna fyrir innblæstri og enn minni tími til þess að leyfa sér að skapa. Það er með þetta eins og annað, þegar mikið er að gera, að það verður að skipuleggja og taka frá tíma fyrir það sem manni hættir til að setja aftast, sem er sorglega oft það sem manni finnst skemmtilegast, veitir ánægju og gefur lífinu lit og tilgang.

Ég einsetti mér ss í upphafi árs að vera með Shop Update á ca 2 vikna fresti og að í hverju uppdeiti yrði að vera einhver góður vinkill. T.d litaði ég mini-hespu sett en í þeim voru 37 litir sem ég hafði ekki litað áður. Núna ákvað ég að taka fyrir miðbik síðustu aldar, eða áratuginn 1950 til 1960.

Þó svo að ég sé lélegasti kokkur veraldar þá er ég ennþá meiri lúði hvað fataval varðar, svo ég einhvernveginn dróst að því að fá innblástur úr eldhúsum frá þessu tímabili.

Skarpir litir áberandi og mikið um túrkís og mintugrænan. Og ótrúlega sterkur kontrast á milli lita. Áberandi í túrkísmáluðum eldhúsveggjum og mintugrænum eldhúsinnréttingum á móti rauðum og kóral-lituðum húsgögnum eða smáhlutum/leirtaui í eldhúsinu.

Ég fór létt ofaní söguna og finnst hvað áhugaverðast að það er eins og fólk hafi svolítið umturnast í litavali eftir stríð. Rétt eins og fólk hafi ákveðið að segja sig frá því tímabili með töluvert afgerandi hætti, droppað öllum brúnleitum, hergrænum, musku-litum og boðið litadýrðina velkomna.

Innblásturinn sem ég varð fyrir í skoðun minni á þessu tímabili endurspeglast í litapallettu sem inniheldur 19 liti og ég hef litað á BFL Nylon garninu mínu, í 50g hespum. Ég tók í báða pólana, s.s bæði þennan sem er með stóran kontrast á milli stórra lita, eins og túrkís og rauðan og mintugrænan og kóral-litaðan og svo líka í mýkri litina.

Frá vinstri: At the beach, Var hann að vaga, Mosi, Trúnó, Gull í mund, Now I get it, Converse, Balance, Allt um kring, Irish setter, Karol, Walk in the woods, Waiting for you, Túrkís, Saltwater, Bragðarefur, Dreymir, Á milli línanna, Milla

Hér eru svo nokkrar litasamsetningar unnar uppúr þessum litum.

Allt í allt mjög skemmtilegt verkefni sem ég hafði mjög gaman af að pæla í og framkvæma. Hespurnar sem ég litaði fyrir þetta eru fáanlegar núna á BFL Nylon 50 gramma hespum. Það eru 200 metrar á hespunni en persónulega er ég alltaf  að verða meira og meira hrifin af BFL ullinni, BFL stendur fyrir “Bluefaced Leicester” ull (fór aðeins yfir hvaða garn ég er með í þessari færslu). Það er bæði viðkoman og hvernig það prjónast og hvernig þetta garn tekur lit, sem ég er alveg bara gjörsamlega kolfallin fyrir.

Halelúja!

Að vera eða ekki- BFL Fingering – 50g

1.950 kr.

Sleikjó – Silver Linings – 50g

1.750 kr.

Sleikjó blár – Silver Linings – 50g

1.750 kr.

Breeze- BFL Fingering – 50g

1.950 kr.

Hygge- BFL Fingering – 50g

1.950 kr.

Túrkís- BFL Nylon Sock – 50g

1.950 kr.

Milla- BFL Nylon Sock – 50g

1.950 kr.

Converse – BFL Nylon Sock – 50g

1.950 kr.

Karol- BFL Nylon Sock – 50g

1.950 kr.

Now I get it- BFL Nylon Sock – 50g

1.950 kr.

Balance – BFL Nylon Sock – 50g

1.950 kr.

Allt um kring – BFL Nylon Sock – 50g

1.950 kr.

Á milli línanna – BFL Nylon Sock – 50g

1.950 kr.

Saltwater- BFL Nylon Sock – 50g

1.950 kr.

Bragðarefur – BFL Nylon Sock – 50g

1.950 kr.

Gull í mund – BFL Nylon Sock – 50g

1.950 kr.

Var hann að vaga- BFL Nylon Sock – 50g

1.950 kr.

Mosi- BFL Nylon Sock – 50g

1.950 kr.

Trúnó- BFL Nylon Sock – 50g

1.950 kr.

Unique- BFL Nylon Sock – 50g

1.950 kr.
author-avatar

Um Kristínu

handlitari + jarðarberjabóndi + vefhönnuður // listrænn stjórnandi + fjölástríðufullur prjónari // móðir + kona + meyja // þverflautuleikari + tilfallandi klúðrari // fylgjumst að á Insta @vatnsnesyarn

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *