
Aðventudagatal Vatnsnes Yarn árið 2018
Forsíða » Aðventudagatal Vatnsnes Yarn árið 2018

- Blogg
Aðventudagatal Vatnsnes Yarn árið 2018
- Höfundur: Kristín
Þá er það opinbert. Dagatalið er formlega tilbúið til pöntunar hér á síðunni. Það fylgir því uppskrift að sjali eftir Eddu Lilju og það er í einu orði sagt geggjað! Allir geta prjónað það.. já, þetta er prjóna-uppskrift.
Aðventudagatalið kemur í kassa og í kassanum eru 5 minni kassar, fjórir merktir hverjum aðventusunnudegi og sá fimmti aðfangadegi.
Þetta aðventudagatal er byggt þannig upp að í því er uppskrift að sjali og garnið í það, meira garn og svo eitt og annað leyndarmál. Á hverjum aðventusunnudegi opnar þú pakka með hluta af uppskriftinni og garnið í þann hluta, meira garn sem þú getur nýtt í eitthvað annað og svo eitt og annað sem er bæði geggjað og æðislegt en líka algjört leyndó, þetta er jú dagatal.
INNIFALIÐ ER:
Uppskrift að sjali eftir Eddu Lilju.
Garn, um 480 – 500g. Um ræðir garn til þess að gera sjal eftir uppskriftinni og meira garn – það verður sock/fingering grófleiki og mögulega eitthvað nýtt/öðruvísi 😉
Eitt og annað prjóna/hekl/garn tengt en algjört hernaðar leyndarmál hvað það nú er!
Aðventudagatalið verður sent út / afhent um miðjan nóvember 2018.
Fleiri færslur


Opið laugardaginn 15. mars 2025 frá 11 til 13
Vatnsnes Yarn bloggið
Þetta blogg er um handlitað garn, handlitun, liti, prjón, hekl og allt sem viðkemur þeirri iðju að prjóna og hekla.
Ritari er Kristín, listrænn stjórnandi og sjálfskipaður einráður hjá Vatnsnes Yarn.