Þá er það opinbert. Dagatalið er formlega tilbúið til pöntunar hér á síðunni. Það fylgir því uppskrift að sjali eftir Eddu Lilju og það er í einu orði sagt geggjað! Allir geta prjónað það.. já, þetta er prjóna-uppskrift.

Aðventudagatalið kemur í kassa og í kassanum eru 5 minni kassar, fjórir merktir hverjum aðventusunnudegi og sá fimmti aðfangadegi.

Þetta aðventudagatal er byggt þannig upp að í því er uppskrift að sjali og garnið í það, meira garn og svo eitt og annað leyndarmál. Á hverjum aðventusunnudegi opnar þú pakka með hluta af uppskriftinni og garnið í þann hluta, meira garn sem þú getur nýtt í eitthvað annað og svo eitt og annað sem er bæði geggjað og æðislegt en líka algjört leyndó, þetta er jú dagatal.

INNIFALIÐ ER:

Uppskrift að sjali eftir Eddu Lilju.

Garn, um 480 – 500g. Um ræðir garn til þess að gera sjal eftir uppskriftinni og meira garn – það verður sock/fingering grófleiki og mögulega eitthvað nýtt/öðruvísi ;)

Eitt og annað prjóna/hekl/garn tengt en algjört hernaðar leyndarmál hvað það nú er!

Aðventudagatalið verður sent út / afhent um miðjan nóvember 2018.

Það er Kristín sem ritar - lýsandi stikkorð:

handlitari + vefhönnuður + útgefandi // listrænn stjórnandi + fjölástríðufullur prjónari // þverflautuleikari + tilfallandi klúðrari // fylgjumst að á Insta @vatnsnesyarn.kristin

Leave A Comment

Fleiri bloggpóstar