
Fairy Tale og Suðvestur – ég ligg á gólfinu
Forsíða » Fairy Tale og Suðvestur – ég ligg á gólfinu

- Blogg
Fairy Tale og Suðvestur – ég ligg á gólfinu
- Höfundur: Kristín
Ég ligg killiflöt á gólfinu af hrifningu! Fyrir það fyrsta er ég alltaf eitthvað svo auðmjúk þegar ég sé flíkur prjónaðar eða heklaðar úr garninu frá mér og í öðru lagi eru peysurnar sem þær Arndís og Edda hönnuðu geggjað flottar! Ég held að ég hafi t.d aldrei séð heklaða peysu sem er svona fínleg, ég upplifi þær oft svolítið klunnalegar.. nei, ég er ekki búin að skoða Ravelry og Internetið eins og það leggur sig, er bara tilfinningin sem ég fæ fyrir hekli. En nú hefur það breyst heldur betur.
Peysan eftir Arndísi er þessi fjólubláa, prjónuð og liturinn á henni heitir Fairy Tale og hún er prjónuð úr garninu Merino Cash Sport. Peysan eftir Eddu er þessi ljósa, hún er hekluð og liturinn á henni heitir Suðvestur, einnig úr Merino Cash Sport garninu. Svo er fyrirsætan þeirra alveg gullfalleg.
Allt er fallegt við þetta. Ég er í 7unda himni!
Ok.. best að koma sér niður á jörðina aftur. Nóg að gera yfir pottunum og nokkrir nýjir litir á leiðinni, hér er smá sýnishorn.

Frá vinstri: Skinny Love, Blámi, Yesterday, Dancing Queen, Kampavín & Jarðarber og Rustic
Ég er að vona að ég verði búin að setja þá í hillurnar fyrir helgi.
Fleiri færslur


Opið laugardaginn 15. mars 2025 frá 11 til 13
Vatnsnes Yarn bloggið
Þetta blogg er um handlitað garn, handlitun, liti, prjón, hekl og allt sem viðkemur þeirri iðju að prjóna og hekla.
Ritari er Kristín, listrænn stjórnandi og sjálfskipaður einráður hjá Vatnsnes Yarn.
Flokkar
Færslur eftir mánuði
Nýlegar færslur
Nýlega skoðaðar vörur
-
Var hann að vaga - MCN Aran 4.590 kr.
-
Even Flow - Perfect Sock 3.890 kr.
-
Chocolat - Merino DK 3.890 kr.
-
Bugða 1.000 kr.