Fréttir

Handverkshátíðaruppgjör

Ómæ hvað það var bæði lærdómsríkt og gaman á Handverkshátíðinni á Hrafnagili. 100 ár síðan ég fór á þessa hátíð síðast, annarsvegar sem gestur og hinsvegar sem sýnandi, svo langt síðan að ég var búin að gleyma því. Fór þá með vinkonu minni með hluti sem ég hafði verið að gera úr keramiki en hún með þæfð sjöl og skart (@designsandrag á Instagram )

Fékk systur mína til að koma með mér, sem betur fer því það er alveg hark að standa og selja allan daginn, sérstaklega ef þú ert intróvert 🙂 Allt gekk framar björtustu vonum og fengu færri en vildu af vinsælustu litunum.

Eins og sést á myndinni hér fyrir ofan þá glittir aðeins í tvö sjöl sem voru prjónuð fyrir mig fyrir hátíðina. Annarsvegar In the Light (takk Helga!) eftir Casey Day-Crosie – sem er þetta bleika til hægri, það er prjónað úr Super Lush Sock (80% merínó + 20% silki) garninu, tvöfalt, í litunum Skinny Love, Lady in Pink og Meryl. Hinsvegar er það Vorliljan eftir Auði Björt Skúladóttur sem er prjónað úr Soft Sock (100% merínó ull) úr litunum Urð og grjót og All we need is love (takk Bryndís!). Vorliljan er dásamlegt sjal og geysivinsælt. Litirnir í það fóru eins og dögg fyrir sólu og fengu færri en vildu.

 

Á borðinu hjá okkur voru svo húfur, vettlingar og grifflur sem Helga prjónaði fyrir mig, við erum að tala um Helgu í Verkefnatöskum Helgu hún er líka með podcast á YouTube.

Græna settið, sem er húfa, kragi og grifflur (fingralausar þó) heitir Beeswas set og er að finna á Ravelry . Bláa/ljósa húfan heitir Coboltoan og er eftir Lesley Anne Robinson, uppskriftin er á Ravelry. Húfan og vettlingarnir, sem heita Flora Mittens frá Skeindeer er prjónað úr Superwash DK garninu með Urð og grjót og Suðvestur.

Og svo mohair! Það er að verða svakalega vinsælt. Ég kalla mitt mohair garn Kid Mohair Lace, það er fine kid mohair í því 72% og svo 28% silki á móti. Ég á nokkrar mohair hespur í Markaðnum (neðst) og er svo með pöntun á leið til landsins sem inniheldur mohair og fleira skemmtilegt, non-superwash fingering garn og fleira skemmtilegt sem ég hlakka til að lita. Edda, í Garnbúð Eddu er með nokkrar liti á mohair garninu líka hjá sér.

Á prjónunum

Ég á örugglega alltaf eftir að vera með sömu verkefnin á prjónunum, algjör uppgjöf í gangi sko. Viv-in mín eru þau sömu og þegar ég bloggaði síðast sem var í mars.. og bæst hefur við að ég er að prjóna sjal.. man ekki hvað uppskriftin heitir í augnablikinu – er í þriðja skiptið sem ég prjóna það. Er að prjóna það úr All we need is love litnum.

Annað sem ég er að prjóna er garngönguhúfan.. er samt alvarlega að íhuga hvort ég þurfi að rekja upp stroffið sem ég er alveg að verða búin með og byrja á annarri þar sem mér sýnist hún vera svo svakalega lítil og líka útaf því að mig langar að hafa eitthvað húrrandi bleikt með í henni 🙂

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *