Afbökun á orðinu október … jólóber ? Núna er amk besti tíminn til þess að byrja á jólasokkunum, þannig jólóber er málið, amk hjá mér þar sem ég er búin að hanna og lita jólalit ársins 2024 frá Vatnsnes Yarn!

Ég var með í huga græn, kósý, jarðtengd, hlý og róleg jól. Pælingin er kertaljós, greni, könglar, jólaskraut frá náttúrunni, góðar smákökur, konfekt og hjartsláttur sem er jafn og róandi.

Liturinn heitir Kósíheit par exelans sem mér finnst vera bæði lýsandi nafn á þessum lit og líka rosa gott lag með Baggalút :) Ég litaði hann bæði á Merino Nylon Sock, ein 100g hespa og tvær 20g hespur og líka á Merino Nylon DK með gullþræði. Í því setti eru ein 100g hespa og ein jólarauð 50g hespa.

Jólagarnið er semsagt mætt og pælingin á bakvið pælinguna um litinn er að ég vona að jólin hjá mér verði róleg og að hægt verði að njóta.

Skoða allt jólagarn

Ég stoppaði ekki við jólalitinn Kósíheit par exellans heldur gerði líka tvo sjálfmynstrandi liti:

CANDY CANE! 

Þennan hef ég nú litað áður í tilefni jóla og fannst tilvalið að gera það bara aftur núna. Þessari sjálfmynstrandi hespu í jólarauðum og hvítum fylgja tvær grænar litlar hespur. Þú ættir að fá úr þessu skemmtilega og jólalega röndótta sokka sem minna á rauðröndóttan jólabrjóstsykur.

JÓLA HVAÐ?

Einmitt, jóla hvað ? Röndóttir jólasokkar í grenigrænum og ljósum lit. Gulgylltu og rauðu mini hespuna má nota í hæl, stroff og tær… EÐA! … EÐA og OG! Þú gætir prjónað með sjálfmynstrandi í tvær til fjórar rendur, skutlað svo inn einni eða tveimur umferðum af rauðum og gulum til skiptis. Skemmtó!

Það er Kristín sem ritar - lýsandi stikkorð:

handlitari + vefhönnuður + útgefandi // listrænn stjórnandi + fjölástríðufullur prjónari // þverflautuleikari + tilfallandi klúðrari // fylgjumst að á Insta @vatnsnesyarn.kristin

Skrifa mér skilaboð

Aðrir bloggpóstar

Gefins

Vatnsnes Yarn bloggið

Þetta blogg er um handlitað garn, handlitun, liti, prjón, hekl og allt sem viðkemur þeirri iðju að prjóna og hekla.

Ritari er Kristín, listrænn stjórnandi og sjálfskipaður einráður hjá Vatnsnes Yarn.

Færslu flokkar

Færslusafn

Nýlegar færslur

Gefins

Vörur