Blogg

Nýr podcast þáttur og nýjar vörur

Verkefnapoki fyrir prjónaverkefni

Gleðilegt ár! Árið hjá Vatnsnes Yarn hefst á nýjum podcast þætti, fyrirbærinu sem kallast “Shop Update” og þessum bloggpósti.

Podcastið mitt er að finna á YouTube  en þetta eru ss litlir þættir þar sem ég tala um eitt og annað yfirleitt garn og prjónatengt. Ég gerði þrjá þætti seint á síðasta ári og þaut svo inní niðursogskenndan hvirfilbyl sem framleiðslan á Aðventudagatalinu frá Vatnsnes Yarn einkennist af, fer aðeins yfir það í þættinum sem var að fara í loftið bara núna, hann er hér:

Í þættinum fer ég meðal annars yfir að núna, klukkan 12 á hádegi í dag setti ég í loftið fyrsta Shop Update-ið. Shop Update er semsagt hugtak yfir það þegar einhver sem framleiðir vöru, eins og handlitað garn í mínu tilfelli, setur vöruna til sölu í vefverslun sinni. Vantar bara gott íslenskt orð eða orðasamband yfir þennan gjörning.

Það eru ss nýjar vörur í búðinni núna. Ég ákvað að bjóða uppá frábært sokkagarn sem inniheldur Blufaced Leicester ull (BFL) og nælon, grunnurinn heitir ss BFL Nylon. Það er í fingering grófleika og er bara yndislegt að prjóna úr. Ok.. auðvitað mun ég alltaf alla dagana segja að það sé frábært og yndislegt að prjóna úr öllu garni sem ég er að selja, en í þetta skiptið er þetta hreint bara mín persónulega skoðun. Ég er bara svakalega hrifin af Blufaced Leicester ullinni, hvort hún er með næloni í eða ekki og í öllum grófleikum. Ég er t.d að prjóna peysu úr BFL DK, hlakka bara mjög til þegar hún verður tilbúin.

Hér er það sem ég litaði fyrir þetta Shop Update:

Það sem er líka partur af því sem kemur nýtt inn núna eru 4 hlutir, tengdir garni, prjóni og hekli, sem ég hannaði og hafði með í aðventudagatalinu fyrir árið 2019.

Ég hannaði lítið sætt prjónamál, sem ég fékk síðan útskorið með laser hjá konu í Englandi. Þá hannaði ég tvo verkefnapoka, fannst það mjög skemmtilegt og er að hugsa um að vinda mér í að gera fleiri. Annar þeirra er minni og tekur ca 300g af garni, góður fyrir sokka- og vettlingaverkefni og lítil til meðalstór sjöl. Hinn er mjög rúmgóður og myndi henta fyrir peysuprjón (fullorðins) og teppi og svoleiðis dótarí. Tekur alveg rúmlega 1000gr af garni.

Síðast en ekki síst þá var í Aðventudagatalinu frá Vatnsnes Yarn teningaspil, ég skírði það Umferðaspilið. Tékkaðu á þessu 🙂

Ég vona að hátíðarnar hafi farið eins vel ofaní ykkur eins og á var kosið. Persónulega er ég alltaf meira og meira ánægð eftir því sem lengra líður frá þessum árstíma, best þegar það er hásumar en ekki hávetur ef þú skilur hvert ég er að fara.

Góðar stundir <3

author-avatar

Um Kristínu

handlitari + jarðarberjabóndi + vefhönnuður // listrænn stjórnandi + fjölástríðufullur prjónari // móðir + kona + meyja // þverflautuleikari + tilfallandi klúðrari // fylgjumst að á Insta @vatnsnesyarn

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *