Sitt á hvað sokkarnir eru prjónaðir að ofan og niður úr Merino Nylon Sock frá Vatnsnes Yarn eða hvaða garni í fingering/sock grófleika sem hentar. Nokkuð frjálslega er hægt að fara með litaval, nóg að litir B til F séu í góðum kontrast við valinn aðallit. Einnig er hægt að hafa einn aðallit og færri aukaliti.

Þú getur valið hvort þú prjónar ömmuhæl/eftiráhæl eða hæl með garðaprjónskanti.

Í uppskriftinni er gert ráð fyrir 2.5 mm hringprjóni amk 60cm fyrir magic loop aðferðina (ef þú prjónar mjög laust geturðu notað
prjón nr 2mm eða 2.25mm og ef þú prjónar fast gætirðu notað 2.75mm )
1 prjónamerki fyrir byrjun umf. ef vill. 2 prjónamerki ef hæll með garðaprjónskanti er valinn.