Garnkast

Vatnsnes Yarn podcast :: E07 :: Prjónaður pungur ofl

Þáttur númer 7 af podcastinu mínu er kominn í loftið. Getur horft á hann á YouTube rásinni minni. Ég fer yfir framgang minn í Sorrel peysunni og hvernig mér gekk að feida litina saman, garnstúdíu, prjónaðan pung og fleira mis gáfulegt.

KLÁRUÐ VERKEFNI

Akkúrat ekki neitt.

VERK Í VINNSLU

♥️

Hin yndisfagra Sorrel peysa eftir Wool and Pine

1950s LITAPALLETTA

Í podcastinu fer ég aðeins yfir verkefni sem ég hef verið að vinna að, en það var verkefni sem fól í sér að setja saman litapallettu með litum sem voru vinsælir um miðbik síðustu aldar. Getur einnig lesið um það hér.

♥️

LITA-STÚDÍA

Það getur verið kúnst að prjóna úr handlituðu garni, sérlega þegar það er þannig að það býr til litapolla. Ræði aðeins um það og einnig verður kennslumyndband á Youtube rásinni minni yfir hvernig maður prjónar úr tveimur hespum án sjáanlegra samskeyta þar sem skipt er um hespu.

♥️

LEYNIPRJÓN

Einnig nefndi ég leyniprjón sem verður um páskana á vegum Eddu í Garnbúð Eddu og Arndísar Arnalds. Sýni nokkra af litunum sem við settum saman í pallettu fyrir leyniprjónið. Það verður svo Uppfitjipartý í Garnbúð Eddu 7. apríl n.k.

Fylgist með Facebook síðu Garnbúðar Eddu og Instagramminu hennar fyrir upplýsingar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *