
Vatnsnes Yarn podcast :: E07 :: Prjónaður pungur ofl
Forsíða » Vatnsnes Yarn podcast :: E07 :: Prjónaður pungur ofl

- Garnkast
Vatnsnes Yarn podcast :: E07 :: Prjónaður pungur ofl
- Höfundur: Kristín
Þáttur númer 7 af podcastinu mínu er kominn í loftið. Getur horft á hann á YouTube rásinni minni. Ég fer yfir framgang minn í Sorrel peysunni og hvernig mér gekk að feida litina saman, garnstúdíu, prjónaðan pung og fleira mis gáfulegt.
KLÁRUÐ VERKEFNI
Akkúrat ekki neitt.
VERK Í VINNSLU
♥️
Hin yndisfagra Sorrel peysa eftir Wool and Pine
1950s LITAPALLETTA
Í podcastinu fer ég aðeins yfir verkefni sem ég hef verið að vinna að, en það var verkefni sem fól í sér að setja saman litapallettu með litum sem voru vinsælir um miðbik síðustu aldar. Getur einnig lesið um það hér.
♥️
LITA-STÚDÍA
Það getur verið kúnst að prjóna úr handlituðu garni, sérlega þegar það er þannig að það býr til litapolla. Ræði aðeins um það og einnig verður kennslumyndband á Youtube rásinni minni yfir hvernig maður prjónar úr tveimur hespum án sjáanlegra samskeyta þar sem skipt er um hespu.
♥️
LEYNIPRJÓN
Einnig nefndi ég leyniprjón sem verður um páskana á vegum Eddu í Garnbúð Eddu og Arndísar Arnalds. Sýni nokkra af litunum sem við settum saman í pallettu fyrir leyniprjónið. Það verður svo Uppfitjipartý í Garnbúð Eddu 7. apríl n.k.
Fylgist með Facebook síðu Garnbúðar Eddu og Instagramminu hennar fyrir upplýsingar.
Fleiri færslur


Opið laugardaginn 15. mars 2025 frá 11 til 13
Vatnsnes Yarn bloggið
Þetta blogg er um handlitað garn, handlitun, liti, prjón, hekl og allt sem viðkemur þeirri iðju að prjóna og hekla.
Ritari er Kristín, listrænn stjórnandi og sjálfskipaður einráður hjá Vatnsnes Yarn.