Vatnsnes Yarn :: S2E06 :: Mistök og bilun í toppstykkinu umvafið því sem vel tókst | ..og garn
Nýr þáttur kominn í loftið! Hann er að finna á YouTube rásinni minni
Hér fyrir neðan eru linkar á það sem ég var að tala um í sambandi við það sem ég kláraði að prjóna og það sem ég er að vinna í.
Pinterest safnið með hugmyndum að því sem hægt er að nota mini-hespur í er hér
KLÁR
Kragi og eyrnaband.. ég bara finn ekki aftur uppskriftirnar af þessu. Skal setja það inn ef ég rekst á það aftur.
Uppfært 4. mars 2021 – heldurðu ekki að ég hafi rekist á uppskriftina að kraganum, hún er á Ravelry (ekki gratis eins og mig hafði minnt)
Garn: True Merino Aran. Litir: Aðallitur Simplify, munsturlitur Leynigestur
No Frills Sweater frá PetiteKnit
Garn: Tweed DK. Litur: Að vera eða ekki
VERK Í VINNSLU
Vettlingar. Ég bjó til munstur á vettlinga og ætla að gefa uppskriftina út á Ravelry þegar hún er tilbúin.