Fréttir

Soft Sock verður Merino Fingering

Það hefur gætt örlítils misskilnings varðandi garnið sem ég hef frá upphafi kallað Soft Sock. Það halda margir að það sé sokkagarn og það er ekkert skrítið. Það er auðvitað orðið “sock” í því og almennt í garnheimum er garn sem er fyrir sokka kallað “…eitthvað sock”. Innihald garnsins er hinsvegar 100% merínóull, s.s ekkert nylon í því. Það stendur auðvitað allstaðar hvert innihaldið er, bæði hér á vefnum og á pakkningunni svo það ætti ekki að fara framhjá neinum að það sé ekki nælon í því, en nafnið hefur ss valdið misskilningi.

Mér finnst best að vera ekki að hanga á einhverju sem veldur misskilningi og hef þessvegna ákveðið að Soft Sock garnið fái núna nýtt nafn og heitir Merino Fingering héðan í frá. Það er eiginlega meira lýsandi og ég er meira ánægð með að hafa það þannig.

Þessvegna eru nokkrar hespur á svaðalegu tilboði, eða 30% afslætti, en þær eru allar ennþá í Soft Sock pakkningum. Þetta garn er algjörlega yndislegt, svo mjúkt og gott að nota í allt, nema sokka 🙂

author-avatar

Um Kristínu

handlitari + jarðarberjabóndi + vefhönnuður // listrænn stjórnandi + fjölástríðufullur prjónari // móðir + kona + meyja // þverflautuleikari + tilfallandi klúðrari // fylgjumst að á Insta @vatnsnesyarn

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *