52 Weeks of Chunky Knits
7.290 kr.
Sértu að leita að skemmtilegu og fljótlegu prjónaverkefni eða einhverju extra hlýju til að vefja þig inní? Þá er þessi bók fyrir þig! 52 Weeks of Chunky Knits inniheldur 52 vinsælar og afslappaðar prjónauppskriftir (þar af eina heklaða) með fjölbreyttum aðferðum, áferðum og uppbyggingum.
Frá útgefanda:
Flestar flíkurnar eru unnar úr garni sem er milligróft, gróft eða extra gróft eða með því að halda mörgum þráðum af fínna garni saman. Með grófara garni prjónast allt mun hraðar – fullkomið fyrir gjafir á síðustu stundu eða fljótleg leið til að útbúa sér hlýjan fatnað! Bókin hentar öllum prjónurum, óháð reynslu.
52 Weeks of Chunky Knits er nýjasta viðbótin í vinsæla 52 Weeks bókaflokk Laine Publishing. Flíkurnar í bókinni eru hannaðar af 46 hæfileikaríkum hönnuðum frá öllum heimshornum.
2 stk til
Þessi bók er gefin út af Laine Publishing sem er útgefandi staðsettur í Finnlandi. Höfundar uppskrifta eru 46 talsins.
52 Weeks of Chunky Knits er, eins og aðrar bækur í þessari seríu (finnur 52 Weeks of Accessories hér ), gerðarleg og eiguleg bók með 25 uppskriftum að grófum flíkum eins og peysum (opnar, heilar, síðar, stuttar), vestum, húfum, treflum ofl.
Aðferð | |
---|---|
Útgefandi |