Sætir vettlingar eftir Arndísi Arnalds, sem hannaðir eru í tilefni Bleiks októbers 2022. Ágóðinn af sölunni, fram til 31. okt rennur til Krabbameinsfélagsins.

Efni og áhöld:
Vatnsnes Yarn DK (112m/50gr)
Litur A: 35g
Litur B: 50g

Prjónar:
3.5 mm prjónn 4 mm prjónn

Prjónfesta:
27 lykkjur munstur prjóni gera 10 cm

Stærðir:
Vettlingarnir eru í einni stærð, meðalstórir kvenvettlingar.
Auðvelt er að stytta vettlingana með því að fækka munstur endurtekningum annað hvort fyrir eða eftir þumal.