52 Weeks of Accessories

7.290 kr.

52 Weeks of Accessories er, eins og aðrar bækur í þessari seríu (finnur 52 Weeks of Chunky Knits hér ), gerðarleg og eiguleg bók með 52 uppskriftum að fylgihlutum.

Bókin er litrík og lýst af höfundum hennar sem hinu fullkomna uppflettiriti þegar kemur að því að prjóna (þó líka nokkrar hekl uppskriftir) húfur, vettlinga, sokka, trefla en líka er að finna í bókinni uppskriftir að krögum, hettum, eyrnaböndum og töskum.

Í bókinni má finna uppskriftir sem henta byrjendum jafnt lengra komnum í prjóni og hekli. Bæði er um flóknari tækni að ræða, eins og kaðlaprjón og tvíbandaprjón en líka einfaldara prjón. Sem sagt, uppskriftir sem henta öllum og bjóða uppá að læra nýtt.

Bókin er á ensku.

2 stk til

Vörunúmer: 52-WEEKS Flokkar: , ,
Upplýsingar

Þessi bók er gefin út af Laine Publishing sem er útgefandi staðsettur í Finnlandi. Höfundar uppskrifta eru 48 talsins.

Nánar
Útgefandi

Aðferð

,