Frost

1.000 kr.

Frost er sjal sem var hannað fyrir aðventudagatal Vatnsnes Yarn 2019. Sjalið er hannað af Eddu Lilju. Frost er tveggja hespu sjal úr tveim ólíkum týpum af garni. Dúnmjúkt og kósý til að ylja eigandanum yfir kaldasta tíma ársins. Í frostinu myndast oft munstur hér og þar sem heilla mig alltaf uppúr skónum. Munstrið er ekki hugsað með mikla kontrasta í huga, helst einlitt þar sem munurinn á garntegundunum fær að njóta sín en það virkar líka mjög vel úr ólíkum litum.

Upplýsingar:

Garn: Silk Cloud frá Vatnsnes Yarn og MCN Sport frá Vatnsnes Yarn
Litir: 1 hespa í hvorum lit.
Grófleiki garns: Fingering/Sport grófleiki
Prjónfesta: 17 L / 10 cm
Stærðir: Ein stærð

Vörunúmer: FROST Flokkar: ,
Upplýsingar

Þessa uppskrift færð þú á pdf skjali í tölvupóstfangið sem þú gefur upp við kaup. Þegar þú skráir þig sem notanda á www.vatnsnesyarn.is geturðu alltaf skráð þig þar inn aftur til þess að sækja uppskriftina og hefur yfirlit yfir kaup þín. Engar persónulegar upplýsingar sem gefnar eru upp við kaup eru notaðar í neinum tilgangi nema til þess að senda uppskriftina. Netfang er ekki sjálfkrafa sett á fréttabréfslista Vatnsnes yarn, en þú getur skráð þig á listann hér ;)

Uppskriftin er til einkanota, þ.e henni má ekki deila undir neinum kringumstæðum.

Nánar
Aðferð

Gerð

Stök uppskrift

Hönnuður

Tegund