Október vettlingar

1.000 kr.

Þessir æðislegu vettlingar eru hannaðir af Guðlaugu í tilefni Bleiks októbers 2021. Hér nýtur tvíbandaprjón sín mjög vel en sýnishornið er prjónað úr litnum Eir en sá litur er einnig hannaður í tilefni Bleiks októbers, nafnið Eir á sérlega vel við þar sem Eir er nafn lækningagyðju, og litnum Tilgangurinn (dekkri liturinn).

Garn: Hvaða garn sem er sem er í dk grófleika, sem dæmi mætti nota Merino DK , Merino Nylon DK , Tweed DK eða True Merino DK
Litir: Þú þarft tvo liti. Sýnishornið er prjónað úr Eir (ljósbleiki liturinn) og Tilgangurinn (dekkri liturinn)
Prjónastærð: Númer 4.0mm eða sú stærð sem þú nærð prjónfestu með, td 4.5mm ef þú prjónar fast og 3.5mm ef þú prjónar laust.
Prjónfesta: 26L yfir 10cm, slétt prjón
Áhöld: Þrjú prjónamerki og frágangsnál
Aðferðir: Vettlingarnir eru prjónaðir með „magic loop“aðferðinni. Einnig er hægt að nota sokkaprjóna.
Stærðir: Ein stærð

Vörunúmer: OKTOBER-VETTLINGAR Flokkur:

Upplýsingar

Þessa uppskrift færð þú á pdf skjali á tölvupóstfangið sem þú gefur upp við kaup. Ef þú skráir þig sem notanda á www.vatnsnesyarn.is geturðu alltaf skráð þig þar inn til þess að sækja uppskriftina aftur og hefur yfirlit yfir kaup þín, þú getur skráð þig sem notanda í kaupferlinu. Engar persónulegar upplýsingar sem gefnar eru upp við kaup eru notaðar í neinum tilgangi nema til þess að senda uppskriftina. Netfang er ekki sjálfkrafa sett á fréttabréfslista Vatnsnes Yarn, en þú getur skráð þig á listann hér ;)

Uppskriftin er til einkanota, þ.e henni má ekki deila undir neinum kringumstæðum.

Ef þú velur að kaupa garn með þessari uppskrift er það sent til þín með venjulegum pósti, en uppskriftin kemur með tölvupósti strax við kaup.

Nánar

Hönnuður

Aðferð

Tegund

Title

Go to Top