Vatnsnes Yarn – handlitað garn

Óhindruð uppspretta innblásturs og sköpunargleði

Kósíheit par exelans

Þetta er jólaliturinn árið 2024 frá Vatnsnes Yarn :)

Ég var með í huga græn, kósý, jarðtengd, hlý og róleg jól. Pælingin er kertaljós, greni, könglar, jólaskraut frá náttúrunni, góðar smákökur, konfekt og hjartsláttur sem er jafn og róandi.

Liturinn heitir Kósíheit par exelans sem mér finnst vera bæði lýsandi nafn á þessum lit og líka rosa gott lag með Baggalút :) Ég litaði hann bæði á Merino Nylon Sock, ein 100g hespa og tvær 20g hespur og líka á Merino Nylon DK með gullþræði. Í því setti eru ein 100g hespa og ein jólarauð 50g hespa.

Sjálfmynstrandi jólasokkagarn!

CANDY CANE! 

Þennan hef ég nú litað áður í tilefni jóla og fannst tilvalið að gera það bara aftur núna. Þessari sjálfmynstrandi hespu í jólarauðum og hvítum fylgja tvær grænar litlar hespur. Þú ættir að fá úr þessu skemmtilega og jólalega röndótta sokka sem minna á rauðröndóttan jólabrjóstsykur.

JÓLA HVAÐ?

Einmitt, jóla hvað ? Röndóttir jólasokkar í grenigrænum og ljósum lit. Gulgylltu og rauðu mini hespuna má nota í hæl, stroff og tær… EÐA! … EÐA og OG! Þú gætir prjónað með sjálfmynstrandi í tvær til fjórar rendur, skutlað svo inn einni eða tveimur umferðum af rauðum og gulum til skiptis. Skemmtó!

Nýtt!

Pakkar

Stundum þarf bara smá hjálp við að finna rétta garnið í næsta verkefni og þessvegna hef ég hef tekið saman fyrir þig garn samsetningar fyrir hinar ýmsu uppskriftir. Það er smávegis afsláttur af þessum pökkum.

Sokkasnákar

Sokkasnákar er hólkur prjónaður í handknúinni sokkaprjónavél. Ég er með snáka úr Perfect Sock, Merino Nylon Sock og BFL Nylon Sock.

Hægt er að prjóna við sokkasnákinn stroff, hæl og tá með afgöngum af öðru garni í fingering grófleika eða rekja til baka sokkasnákinn um áætlaðan fjölda umferða í hæl tá og stroff og voila! Það er kominn sokkur.

Alpaca Silk Lace

Þetta handlitaða garn er í lace grófleika og er ekki superwash meðhöndlað. Hver hespa er 50g og 300m. Þetta er sannkallað lúxusgarn sem þarf að komast í eitthvað alveg sérstakt verkefni eða á gull-hilluna í stassinu þínu.

Alpaca Chunky

Hvað er hér á ferðinni!?! Jú. Þetta er sannkölluð veisla sem samanstendur af mjög fínni alpaca ull og hálanda ull. Þetta garn er í chunky grófleika, eða grófband.  Alpaca Chunky er ekki superwash meðhöndlað.

Til þess að svara spurningunni sem ég veit að þú ert að velta fyrir þér, þá er hægt að nota þetta garn í bara hreint allskonar, skoðaðu Pinterest borðið sem ég bjó til með nokkrum hugmyndum.

Alpaca Yak Silk Lace

Mýkt hefur verið færð upp á annað stig! Baby Alpaca, mjög fín merínó ull, yak ull og silki. Þessi blanda er óviðjafnanleg.

Þetta handlitaða garn er í lace grófleika og er ekki superwash meðhöndlað. Hver hespa er 50g og 400m. Þetta er sannkallað lúxusgarn sem þarf að komast í eitthvað alveg sérstakt verkefni eða á gull-hilluna í stassinu þínu.

Hjálpartæki prjónalífsins

Allt sem þú þarft við prjón og hekl. Allt gæðavörur og flest hannað- og prjónamerkin handgerð hjá Vatnsnes Yarn.

Handlitað óspunnið garn

merínó ull  og merínó + silki

Vatnsnes Yarn bloggið

mest um handlitun, prjón, hekl, liti og afar merkilegar hversdagsuppgötvanir

Ég flokkaði allt garnið fyrir þig, hverju viltu leita eftir ?

  • Garn eftir grófleika

  • Garn eftir spunatrefjum

  • Garn frá Vatnsnes Yarn

  • Sokkagarn

Handlitað garn

Markmið mitt með því að hanna liti og litasamsetningar og koma þeim í form á garni er að færa prjónurum og heklurum einstakan, gæða efnivið í næsta verkefni.

Markmið mitt með því að hanna liti og litasamsetningar og koma þeim í form á garni er að færa prjónurum og heklurum einstakan, gæða efnivið í næsta verkefni.

Hjálpartæki & Áhöld

Vaxandi úrval af handavinnu áhöldum og hjálpartækjum

True Merino – hrein merinó ull

Óendanlega mjúkt, ekki superwash meðhöndlað og hrein gæði