Vatnsnes Yarn – handlitað garn

Óhindruð uppspretta innblásturs og sköpunargleði

Alpaca Chunky

Hvað er hér á ferðinni!?! Jú. Þetta er sannkölluð veisla sem samanstendur af mjög fínni alpaca ull og hálanda ull. Þetta garn er í chunky grófleika, eða grófband.  Alpaca Chunky er ekki superwash meðhöndlað.

Til þess að svara spurningunni sem ég veit að þú ert að velta fyrir þér, þá er hægt að nota þetta garn í bara hreint allskonar, skoðaðu Pinterest borðið sem ég bjó til með nokkrum hugmyndum.

Alpaca Yak Silk Lace

Mýkt hefur verið færð upp á annað stig! Baby Alpaca, mjög fín merínó ull, yak ull og silki. Þessi blanda er óviðjafnanleg.

Þetta handlitaða garn er í lace grófleika og er ekki superwash meðhöndlað. Hver hespa er 50g og 400m. Þetta er sannkallað lúxusgarn sem þarf að komast í eitthvað alveg sérstakt verkefni eða á gull-hilluna í stassinu þínu.

Vatnsnes Yarn bloggið

mest um handlitun, prjón, hekl, liti og afar merkilegar hversdagsuppgötvanir

Ég flokkaði allt garnið fyrir þig, hverju viltu leita eftir ?

  • Garn eftir grófleika

  • Garn eftir spunatrefjum

  • Sokkagarn

Handlitað garn

Markmið mitt með því að hanna liti og litasamsetningar og koma þeim í form á garni er að færa prjónurum og heklurum einstakan, gæða efnivið í næsta verkefni.

Markmið mitt með því að hanna liti og litasamsetningar og koma þeim í form á garni er að færa prjónurum og heklurum einstakan, gæða efnivið í næsta verkefni.

Hjálpartæki & Áhöld

Vaxandi úrval af handavinnu áhöldum og hjálpartækjum

True Merino – hrein merinó ull

Óendanlega mjúkt, ekki superwash meðhöndlað og hrein gæði